Monday, May 3, 2010

Lady Gaga vs. Britney Spears?

Lady Gaga

Britney Spears
(fyrstu tvö árin á toppnum)

Plötur (fjöldi)

2

2

Platínum

18

53

Besti artist

16

21

Besta new act

14

8

Besti single-inn

5

4

Besta video

8

1

Besta platan

10

2

Tilnefningar

153

??

Unnin verðlaun

69

55

Lady Gaga hefur gjörsamlega tröllriðið tónlistarbransanum á þeim tveimur árum sem hún kom fram á sjónarsviðið. Hún fór úr einhverju smá nafni sem enginn kannaðist við, vann með hinum eldheita tónslitamanni Akon og þá opnuðust allar dyr. Hún gaf út tvær plötur og varð strax eitt stærsta og heitasta nafnið í bransanum.

Hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna og í töflunni er listi yfir stærstu þau verðlaun sem hún hefur fengið frá stærstu verðlaunaafhendingum tónlistabransans. Til samanburðar þá var Britney Spears tekin til samanburðar en hún sló einnig rækilega í gegn á sínum fyrstu árum í bransanum.

Ef að bornar eru saman töflurnar þá sést það að báðar gáfu þær út tvær plötur á sínum fyrstu tveimur árum. Það er hins vegar nokkuð sláandi að plöturnar hennar Britney skyldu hafa fengið 53 platínum plötur gegn aðeins 18 stykkjum frá Lady Gaga. Það kemur lítið á óvart að plötur Britney skildu hafa selst meir á þessum tíma þar sem að margir niðurhala diskum ólöglega þessa dagana.

Annars skiptast verðlaunin að nokkru leiti jafnt, nema í besta video flokknum þar sem Lady Gaga hefur áberandi sigur en hún hefur einnig hlotið fleiri verðlaun fyrir bestu tónlistarmyndböndin, hugsanlega er það meðal annars vegna aukinnar tölvutækni.

Báðar hafa þær einnig hlotið verðlaun fyrir bestu fyrirmyndirnar, besti stíllinn og ýmis önnur misáhugaverð verðlaun.


-Óli og Gísli

No comments:

Post a Comment