Wednesday, April 28, 2010

Lady Gaga

Stefani Germanotta, eða Lady Gaga fæddist þann 28. mars árið 1986 í New York. Hún kom oft og mikið fram á æskuárum sínum þrátt fyrir að vera mjög óörugg með sig og frekar feimin. 17 árafékk hún inngöngu í New York University's Tisch School of the Arts, en þar lærði hún tónlist og bætti færni sína í textagerð með því að semja ritgerðir og greinagerðir með áherslu á málefni eins og list, trúarbrögð, félagsleg málefni og stjórnmál. Fljótlega þótti henni hún meira skapandi en margir af bekkjarfélögum hennar. "Þegar þú lærir hvernig á að hugsa um list, getur þú kennt þér það sjálfur," segir hún. Eftir annað ár sitt í skólanum fór hún að einblína aðallega að tónlistarferli sínum og hætti því í námi. 



Gaga skrifaði upp á plötusamning hjá ,,Def Jam Recordings'' 19 ára gömul. Eftir þrjá mánuði var þá látin róa, en á sama tíma var hún kynnt fyrir lagasmiðinum og framleiðandanum RedOne. Hún hóf ,,Stefani Germanotta Band'' með nokkrum vinum sínum og tók upp með þeim EP-plötu í stúdíói í kjallara áfengis-búðar í New Jersey. Hún hefur viðurkennt að hafa byrjað að taka eiturlyf fljótlega eftir það á meðan hún vann sem ,,burlesque dansari.'' Tónlistar pródúserinn Rob Fusari, sem hjálpaði henni að skrifa einhver af fyrri lögum hennar, líkti raddstíll hennar til Freddie Mercury. Fusari hjálpaði búa til sviðsnafnið Gaga, eftir Queen laginu "Radio Ga Ga". Hún var einmitt í því ferli að reyna að koma upp með sviðsnafn þegar hún fékk textaskilaboð frá Fusari sem í stóð "Lady Gaga".



Hún var þekkt eftir það sem Lady Gaga. Allt árið 2007 starfaði hún með framkomu listamanninum Lady StarLight, sem hjálpaði henni að æfa sviðsframkomu hennar. Þau tóku að spila gigg á klúbbinum eins og Mercury Lounge, The Bitter End og Rockwood Music Hall, með lifandi flutningum sýnum, þekkt sem ,,Lady Gaga og StarLight Revue" eða "The Ultimate Pop Burlesque Rockshow.'' Í ágúst 2007, voru henni og Lady StarLight boðið að leika á The American Lollapalooza tónlistarhátíðinni. Þátturinn var gagnrýninn fögnuður, og árangur þeirra fékk mjög jákvæð meðmæli. Í upphafi var lögð áhersla á ,,avant-garde'' og rafræna danstónlist, og fann Lady Gaga sinn sess þegar hún tók að blanda saman gamaldags glam-rokki í anda David Bowie og Queen. 



Fusari sendi lög sem hann hafði unnið með Gaga til vinar síns, framleiðanda og upptöku og - framkvæmdastjórans Vincent Herbert. Herbert var fljótur að undirrita hana hjá Streamline Records. Hún hefur kallað Herbert ,,manninn sem uppgötvaði hana'', en bætir því við að "Mér finnst við virkilega hafa búið til sögu poppsins og við ætlum að halda því áfram". Eftir að hafa nú þegar starfað sem lærlings-lagasmiður í starfsnámi hjá Famous Music Publishing, sem var síðar keypt af Sony, fékk Gaga síðan samning. Þess vegna var hún ráðin til að semja lög fyrir Britney Spears, auk þess að vera ráðin við Interscope til að skrifa fyrir New Kids on the Block, Fergie og Pussycat Dolls. Á meðan hún var að skrifa hjá Interscope, tók söngvarinn og lagasmiðurinn Akon eftir sönghæfileikum hennar þegar hún var að raula eitt af lögum hans á stúdíó. Hann síðan sannfærði Interscope-Geffen-A & M, stjórnarformanninn og forstjórann Jimmy Lovine að skrá Gaga hjá fyrirtækinu,'' Gaga stundað það í samstarfi við RedOne og vann með honum í stúdíó í eina viku fyrir plötu frumraun hennar, þar urðu til lögin frægu "Just Dance" og "Poker Face".

Árið 2008 kláraði Lady Gaga plötuna sína, The Fame. Á plötunni segist hún hafa sameinað allskonar gerðir af tónlist, eins og Def Leppard trommur og metal trommur. Platan fékk mjög góða dóma hjá flestum gagnrýnendum og fékk 71 stig af 100 mögulegum. Platan lenti í 1.sæti í Bretlandi, Kanada, Hollandi, Írlandi og lenti svo á topp 5 í Ástralíu og Bandaríkjunum. Fyrsta lagið hennar „Just dance”, sló í gegn í 6 löndum eða Ástralíu, Kanada, Hollandi, Írlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og síðar fékk Lady Gaga tilnefningu til Grammy verðlauna fyrir bestu dansupptökuna. Þegar lagið hennar „Poker Face” kom út sló það öll met og komst í fyrsta sæti á öllum helstu tónlistarlistum í yfir 20 löndum og innifalið í því eru næstum allir stærstu tónlistarmarkaðirnir eins og í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Lagið vann einnig verðlaunin fyrir bestu dansplötuna á 52 Grammy verðlaunahátíðinni en hún var líka tilnefnd fyrir lag ársins, bestu dansupptökuna og svo síðast en ekki síðst var platan hennar, The Fame, tilnefnd fyrir bestu plötu ársins og vann svo í flokki, besta raf- og dansplötu. 
Þó að fyrsta tónleikaferðalagið hennar hafi verið í samvinnu við New Kids on the Block og seinna svo The Pussycat Dolls, hélt á stað með sitt eigið tónleikaferðalag um N-Ameríku sem hét Fame Ball en það byrjaði í mars 2009.

Segja má að Lady Gaga hafi komið, séð og sigrað MTV tónlistarhátíðina 2009 en hún var tilnefnd til níu verðlauna og vann verðlaunin fyrir besta nýja tónlistarmanninn en lagið hennar „Paparazzi” vann einnig tvö verðlaun fyrir bestu liststjórnun og bestu tæknibrellur. Í október 2009, fékk Lady Gaga svo verðlaun frá Billboard blaðinu sem upprennandi stjarna árið 2009.
Í nóvember sama ár gaf Lady Gaga út plötuna The Fame Monster sem var samansafn af átta lögum sem fjölluðu um myrku hliðina á frægðinni frá hennar eigin reynslu þegar hún var á tónleikaferðalagi frá 2008-2009 um allan heiminn. Lagið „Bad Romance” var fyrsta lagið sem kom út af þessari plötu og komst í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi, Kanada, Írlandi, Finnlandi, Danmörk, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Ítalíu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Lag tvö sem var gefið út af plötunni „Telephone” sem söngkonan Beyoncé söng með henni, varð fjórða lagið hennar sem náði í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi og lenti einnig á topp 5 í nokkrum löndum eins og Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum. Lady Gaga varð svo vinsæl að hún söng fyrir Elísabetu II Englandsdrottningu árið 2009 en hún söng lagið „Speechless” sem er líka lag af plötunni The Fame Monster.
Hún tilkynnti svo að hún væri að fara af stað með annað tónleikaferðalag í byrjun nóvember árið 2009 en það hét The Monster Ball Tour.



Síðan Lady Gaga kom á sjónarsviðið hefur hún slegið met út um allan heim, meðal annars á hún met fyrir mesta áhorf fyrir tónlistarmyndböndin sín á Youtube eða yfir eina billjón áhorfa. Hún var valin sem ein af 10 mest hrífandi manneskjum árið 2009 af Barböru Walters. Hún hannar sína eigin búninga sem hún notar á tónleikaferðalögum sínum en þeir hafa hlotið verðskuldaða athygli víða um heim. 
Hún segir í viðtölum að hún muni aldrei hætta að gera tónlist fyrir aðdáendur sína og þakkar þeim stöðugt fyrir því án þeirra væri hún ekki á þeim stað sem hún er í dag.

-Katrín Guðmundsdóttir & Helga Sigfúsdóttir

Samansafn ASI.


Ingó, Svanur og Arnar Heimis.

Monday, April 26, 2010

Hver er Lady Gaga?

Miklar umræður hafa spunnist upp um hina geysivinsælu Lady Gaga sem á stuttum tíma skaust upp á stjörnuhimininn. Á meðan sumir hafa fulla trú á söng og textasmíðum hennar og segja að fötin skapi henni sérstöðu og vinsælda á gífurlega stórum markaði þá eru efasemdarmenn sem telja að allt þetta eigi sér dýpri merkingu. Mun dýpri merkingu.

Iluminati er leynifélag sem einhverjir hafa heyrt um í t.d Englum og djöflum Dans Brown og líklega haldið að væri aðeins hugarburður höfundar en svo er ekki. Það var stofnað 1776 og síðan er félagið talið hafa haft gífurleg áhrif í gegnum árin á t.d. Bandaríska dollarann og merkingu hans, sem og að Ben Franklin og Thomas Jefferson hafi verið félagar í þessu dularfulla félagi. Iluminati á sér nokkur aðaltákn sem sjást of vel í daglegu lífi til að taka eftir þeim þar sem þau hafa verið þar alltaf og maður hefur tekið þeim án þess að vita bakgrunn þeirra. All seeing eye er eitt þeirra, þríhyrningur með auga innan í ofan á píramída, það að hylja vinstra auga sitt getur mörgum fundist svalt en er í raun skírskotun til þess.
Þar kemur vinkona okkar Gaga inn. Margar myndir sýna hana hylja vinstra auga sitt og búa til þríhyrninga. Þá eru myndbönd hennar eins og bein skírskotun í tákn Iluminati sem hefur leitt til þess að henni hefur verið gefið nafnið “Iluminati puppet”

Af hverju skaust Gaga allt í einu upp á stjörnuhimininn. Með heilaþvætti, það er eina leiðin. CIA átti að hafa fundið upp leið til að heilaþvo einstaklinga um miðja 20 öldina en seinna hætt notkun þess. Talið er að þessi aðferð hafi verið notuð á Gaga en gaga þýðir eiginlega bara tóm eða innantóm. Lógó hennar er hauslaus líkami með eldingu í gegn sem bendir til að rafmagnsaðferð hafi verið notuð til að breyta og móta persónuleika hennar í framhaldi til að verða eins og hún er í dag. Myndbönd hennar sýna líka þessa breytingar sem hún á að hafa farið í gegnum, að atburður hafi gerst og að núna sé hún meira vélstýrð en áður. Að hún hafi byrjað upp á nýtt og verið hjúkrað áfram og mótuð.
Pínu eins og Frankenstein. Myndatökur hennar þykja líkja ógurlega til ýmissa myrkra tákna og vélmenna sem styðja undir getgáturnar.

Hvort sem hún er að nýta sér þessa umfjöllun eða er í raun bara brúða eins myrkasta leynifélags heims þá verður að viðurkennast að myndbönd hennar er gífurlega skrítin og út úr norminu.
Gaman er samt að geta þess að aðrar “taldar” brúður Iluminati eru eftirfarandi:
Jay-z og Beyonce, Michael Jackson, Rihanna og fólk í bresku konungsfjölskyldunni.

Önnur samsæriskenning er um kynfæri hennar. Hvort að hún sé með kven og karlkynfæri eða ekki. Hún hefur sjálf sagst vera með bæði en telji sig vera konu og því sé þetta ekki mikið mál. Þar sem hún er þekkt fyrir að hneyksla og gera flest til að auka umfjöllun á sjálfri sér “all publicity is good publicity” er alls ekki víst að svo sé um að ræða.
Hún og Marilyn Manson voru að sýna atriði saman á American Music awards þar sem þau sameinuðu atriði sitt skemmtilega. Eftir það spunnust upp sögur að í raun og veru væru þau sama manneskjan. En þetta verður allt að koma í ljós. Og gerir það vonandi, gaman verður hinsvegar að fylfjast með Lady Gaga næstu árin og frægð hennar.


-Arnar Logi Valdimarsson

Jaywalking

Lady Gaga from Darri Rafn Hólmarsson on Vimeo.

Darri, James & Jónas fóru á stúfana og reyndu að grennslast fyrir um hvað fólki finnst um Lady Gaga!